top of page
Wool workshop in Iceland
This service is fully booked.

RISA - Ullar námskeið

Ullar-ævintýri innblásið af náttúru & orku í Kjósinni. Prjóna - hekla - vefa - þæfa & blanda tækni

  • Ended
  • From 200 euro
  • Kjósarhreppur

Service Description

Ullar & náttúru vinnustofa í Kjósinni. Langar þig að RISA-prjóna, -vefa, -þæfa, -hekla eða blanda tækni og njóta íslenskrar náttúru í leiðinni? Allir geta tekið þátt! Það sem að við ætlum að gera er að hittast í lítilli paradís í Kjósinni; aðeins rétt rúmlega 30 mín. akstur frá Reykjavík og Borgarnesi. Við byrjum á smá hressingu og spjalli. Síðan er lagt af stað í hressandi göngu um svæðið þar sem við sækjum orku og innblástur frá náttúrunni. Að göngu lokinni hefst sköpunarferlið. Farið verður yfir nokkur grunnatrið og tækni. Þátttakendur forma hugmynd sína, velja liti í verkið og hefjast handa. Við ætlum að vinna úti og inni (ef veður leyfir). Hádegishlé er kl 12.30. Við tökum síðan upp þráðinn og allir hafa klárað sitt verk að verða kl 16. Hægt að vinna veggverk með frjálsri/blandaðri tækni, þæfa og vefa veggverk án vefstóls og prjóna // hekla teppi eða veggverk. Við vinnum með Risa ull; þétt, kembd og óspunnin ullarlengja. Þú lærir hvernig á að meðhöndla þessa ull og skapar þitt eigið einstaka ullarverk! Eftir að við höfum farið yfir mismunaandi tækni möguleika og nokkur grunnatriði er nægur tími til að kafa í sköpunarferli hvers og eins. Fyrir miðlungsstærð mæli ég með 2,5 kg af ull og fyrir stórt verk 4 kg. Svo er alltaf hægt að gera enn stærra!! Fyrir lítið teppi (sirka 90x140cm) þarf 2.5 kg af ull í stærra teppi (sirka 120x170cm) þarf 4kg af ull. Innifalið: Silki mjúk evrópsk Merino ull, 2.5kg eða 4 kg, í allskyns litum. Ásamt allskyns efnis-afgöngum frá hinum og þessum verkefnum. Ef þú vilt ákveðinn lit þarf að panta hann fyrirfram. Kaffi, te og eitthvað gott ásamt hádegissúpu og meðlæti. Kostnaður 29.900 ísk (2,5kg) og 39.000 ísk (4kg) Við byrjum kl 10 og endum sirka kl 16 Staðsetning: Fossar í Kjós. Keyrt er inn Hvalfjarðarveg og framhjá Kiðafelli og áfram smá spöl (1-2 km) og beygt til vinstri niðurfyrir veg. Ég sendi leiðarvísi eftir skráningu með myndum. Skráning hér fyrir neðan. Ef að spuringar vakna þá er um að gera að senda Hönnu línu hannafelting@gmail.com


Contact Details

  • Kidafell, Kidafell, Kjósarhreppur, Iceland

    0637552075

    hannafelting@gmail.com

bottom of page